Ég er leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfi sem stefni að því að bjóða upp á heildstæða markþjálfun fyrir fyrirtæki. Þjónustan sem ég mun bjóða til að byrja með verður sambland af einstaklingsþjálfun varðandi starfstengdar áskoranir, teymisþjálfun, breytingastjórnun og námskeið. Náskeiðin eru opin það sem einstaklingar geta komið og einnig er unnt að fá sérsniðin námskeið inn í fyrirtæki.
Fleiri járn eru í eldinum og hér verður sagt frá þeim jafnóðum og það sem verið er að smíða verður tilbúið. Ég mun aðlaga framboð þitt og þjónustu að því sem viðskiptavinurinn vill. Því skora ég á þá sem eru að leita að einhverju sem þeir eru ekki aðveg að finna að setja sig í samband við mig og við getum farið yfir hlutina. Aldrei að vita nema okkur takist að töfra fram það sem leitað er að. Að minnsta kosti vitum við það ekki nema skoða hlutina. Allar myndir á heimasíðunni eru teknar af Einari Rúnari Sigurðssyni, fjallaleiðsögumanni og ljósmyndara. Einar ólst upp í Öræfunum og starfar þar sem fjallaleiðsögumaður. Hann fer bara í skemmtilegar ferðir með viðskiptavini sína eins og á Vatnajökul, í íshella á Skeiðarársandi og út í Ingólfshöfða svo eitthvað sé nefnt. Logo-ið gerði ég sjálf og nota þar skammstöfunina TF. Sjálfri fannst mér það afar skemmtileg tilviljun þegar ég áttaði mig á að TF sem er skammstöfun fyrir Taktu flugið hefur líka þessa skemmtilegu tengingu við flugvélar.
0 Comments
Leave a Reply. |
Hjördís DröfnElskar fólk og fjölbreytileika þess. Fær sérstaka ánægju af að sjá bæði sjálfa sig og aðra vaxa og dafna - sérstaklega aðra. Eldra efni
December 2023
Flokkar |