Leiðtoga- og stjórnendaþjálfun
Það eru margar skilgreiningar til á leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfun. Þessi skilgreining er okkar:
"Leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) er viriðsaukandi aðferðafræði þar sem faglega þjálfaður markþjálfi
vinnur með leiðtogum, stjórnendum og öðrum innan fyrirtækja (sama hvað þau eru stór).
Vinnan felur í sér aðstoð við að efla bæði faglega og persónulega færni, auka sjálfsþekkingu, bæta árangur, setja sér markmið og ná þeim".
"Leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) er viriðsaukandi aðferðafræði þar sem faglega þjálfaður markþjálfi
vinnur með leiðtogum, stjórnendum og öðrum innan fyrirtækja (sama hvað þau eru stór).
Vinnan felur í sér aðstoð við að efla bæði faglega og persónulega færni, auka sjálfsþekkingu, bæta árangur, setja sér markmið og ná þeim".
Markþjálfun er fyrir fólk sem vill sjá aukinn árangur, ná meiri skilvirkni eða fá skýrari sýn á hlutina. Nálgunin er einstaklingsmiðuð þar sem lögð er áhersla á vöxt einstaklingsins á ákveðnu sviði eða við að ná fyllri tökum á verkefni eða aðstæðum. Formið er einkatímar. Ýmist stakir tímar þar sem unnið er með ákveðið mál eða röð tíma þar sem til dæmis er unnið með þroskaferli einstaklingsins, aðlögun að nýju hlutverki eða breytingu á hegðun. Unnið er með vitundarsköpun og áhersla er lögð á að virkja þá styrkleika sem viðskiptavinurinn býr yfir og að vinna með veikleikana.
Fyrir hverja?
Leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfun hjá Taktu flugið er fyrir alla á vinnumarkaði. Hún getur hentað fyrir stjórnarmenn og -konur, forstjóra, millistjórnendur verkefnastjóra, stjórnmálafólk, einstaklinga með rekstur eða almenna starfsmenn. Hún hentar hvort heldur sem er fyrir einstaklinga sem starfa hjá hinu opinbera eða á almennum vinnumarkaði.
Hvað er unnið með?
Dæmigerð viðfangsefni sem tekin eru fyrir í einstaklingsmarkþjálfun geta verið:
- Að efla persónulega leiðtogafærni
- Að takast á við flókin og krefjandi samskipti
- Að ná tökum á nýju starfi eða hlutverki
- Að taka ákvarðanir tengdar starfsferli
- Ánægju og þróun í starfi
- Þróa persónulega nærveru og -áhrif
- Að styrkja tilfinninga- og félagslega færni
- Að byggja upp sjálfstraust og sjálfsálit
- Að hafa stjórn á sjálfum sér undir álagi
- Að stýra jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Nálgunin
Markþjálfun er í grunninn vegferð sem er fólgin í samskiptum. Gæði sambandsins er lykill að árangri. Það er því mikilvægt að trúnaður og traust sé byggt upp strax frá byrjun. Engir tveir viðskiptavinir eru eins og því þarf að sníða vegferðina að hverjum fyrir sig.
Miðað er við að hver tími sé 50 mínútur að lengd, það getur þó verið breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni. Unnt er að koma bara í einn tíma til að fara yfir ákveðið málefni eða kaupa pakka með 8, 12 eða 24 tímum. Einnig er mögulegt að vera í áskrift og þá er hún sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Veittur er afsláttur þegar pakkar eru keyptir og fyrirtæki geta fengið magnafslátt eftir því hvað þau kaupa fyrir marga starfsmenn.
Algengt er að í upphafi viðskiptasambands taki viðskiptavinurinn prófílgreiningu. Þá er ýmist horft til NBI prófílgreiningar eða EQ-i tilfinningagreindargreiningar. Báðar þessar greiningar bjóða upp á greiningu í leiðtogafærni.
Við bjóðum upp á markþjálfunartíma sem fara fram í persónu, í gegnum síma eða með rafrænum hætti og þá með Teams, allt eftir vali og aðstæðum viðskiptavinarins.
Miðað er við að hver tími sé 50 mínútur að lengd, það getur þó verið breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni. Unnt er að koma bara í einn tíma til að fara yfir ákveðið málefni eða kaupa pakka með 8, 12 eða 24 tímum. Einnig er mögulegt að vera í áskrift og þá er hún sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Veittur er afsláttur þegar pakkar eru keyptir og fyrirtæki geta fengið magnafslátt eftir því hvað þau kaupa fyrir marga starfsmenn.
Algengt er að í upphafi viðskiptasambands taki viðskiptavinurinn prófílgreiningu. Þá er ýmist horft til NBI prófílgreiningar eða EQ-i tilfinningagreindargreiningar. Báðar þessar greiningar bjóða upp á greiningu í leiðtogafærni.
Við bjóðum upp á markþjálfunartíma sem fara fram í persónu, í gegnum síma eða með rafrænum hætti og þá með Teams, allt eftir vali og aðstæðum viðskiptavinarins.
Viltu vita meira?Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira Sendu tölvupóst með því að smella á linkinn hér eða hringdu ef mikið liggur við. Ef ég svara ekki þá mun ég hafa samband við fyrsta tækifæri.
|
Þjálfun í gegnum
|