• Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Taktu flugið
  • Námskeið
TAKTU FLUGIÐ
  • Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Taktu flugið
  • Námskeið

Taktu flugið 

Leiðtoga- og teymisþjálfun fyrir fyrirtæki
​Hjá Taktu flugið er boðið upp á margþætta þjónustu í formi leiðtoga- og teymisþjálfunar. Áhersla er lögð á að mæta þörfun hvers einstaklings og hvers teymis fyrir sig. Leitast er við að finna með viðskiptavininum hvað það er sem hann þarf mest og móta það með viðkomandi. 

Mikill metnaður er lagður í að bjóða aðeins upp á faglega þjónustu og því hefur verið sótt í vottað nám í markþjálfun. Bæði sem 1-2-1 og í teymisþjálfun.  


Stjórnenda- og leiðtogaþjálfun byggir á hugmyndafræði sem er ekki orðin fimmtug og er ört vaxandi atvinnugrein í heiminum. Valdeflandi teymisþjálfun er enn yngri. Aðeins góður árangur leiðtoga- og teymisþjálfunar getur leitt af sér slíkan vöxt. 

Hjá Taktu flugið er lögð áhersla á að bjóða upp á heildarframboð þjálfunar fyrir fyrirtæki. Við munum leitast við að móta þjónustuna í átt að því sem viðskiptavinir okkar vilja og þurfa. En umfram allt þá hlökkum við til að aðstoða starfsfólk og fyrirtæki við að ná betri árangri, auka vellíðan á vinnustað og aðstoða við að efla færni til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Fylgstu áfram með hér á Taktu flugið. 
Picture

Leiðtoga- og teymisþjálfinn

Markþjálfi með ástríðu fyrir persónulegum vexti
Picture
​​Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir elskar að sjá fólk upplifa það að ná árangri umfram væntingar um eigin getu og sjá teymi vinna þannig saman að töfrar verði til. Að mati hennar felst lykillinn að árangri í hugrekki til breytinga, vel útfærðri aðgerðaráætlun og nettum sveigjanleika til að takast á við þær áskoranir sem upp koma. Hjördís er kjörinn ferðafélagi á slíkri vegferð sem hvetur, ögrar, hrósar og rýnir til gagns.
​
Hjördís er leiðtoga- og teymisþjálfi (e. Executive and Team Coach) með alþjóðlega ACC vottun frá ICF. Hún er einnig vottuð sem tilfinningagreindarþjálfi (EQ-1 2.0)  og er vottuð sem NBI-practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugareynslu sem stjórnandi, ráðgjafi og greinandi. Breytinga- og krísustjórnun er hennar kjarnafærni og hún býr yfir margþættri reynslu á því sviði.

Hjördís hefur mörg áhugamál og finnst gaman að prófa nýja hluti. Þess vegna hefur hún lært seglbátasiglingar á Kyrrahafinu, stundað hestamennsku af eldmóð, keppt í sundi og  spilað Petanque með eftirlaunaþegum á norður Jótlandi. Næsta ævintýri hennar er að læra á gönguskíði og fara í göngur á nýjar slóðir með dalmatíutíkinni Pixie.

Reglulega gerast líka undur í eldhúsinu hjá Hjördísi. Hún tekur skorpur og gerir sama réttinn mörgum sinnum þar til hann hefur verið masteraður. Þá flytur hún sig yfir í eitthvað nýtt. Þetta kemur sér oft vel þegar Hjördís vill hrista fram eitthvað þegar gesti ber að garði. Bestu tímarnir eru með fjölskyldu og vinum við matarborðið, á veröndinni eða bara einhversstaðar að gera eitthvað skemmtilegt.
Bjalla í Hjördísi
Senda Hjördísi línu

Fagleg vinnubrögð 

Hjá Taktu flugið er lögð rík áhersla á fagleg vinnubrögð og nálgun á öllum vígstöðvum. Það er gert til að tryggja að viðskiptavinurinn fái fullvissu um að fagleg gæði og færni einkenni þá þjónustu sem hann fær hjá Taktu flugið. 

Eingöngu er unnið samkvæmt aðferðafræði þar sem niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á ótvíræðan árangur. Hjördís hefur lokið Level 2 námi hjá Profectus og þar með fengið staðfestingu á að hún uppfyllir faglega færni fyrir PCC vottun. Þá hefur hún sótt nám í teymisþjálfun hjá David Cluttenbuck. Hjördís er vottaður EQ-i Practitioner (tilfinningagreindarþjálfi), NBI-Practioner & Whole Brain Coach. Einnig notar hún  MLQ II 360° Leader's Report with Authentic Leadership Styles
T™.

Picture

EQ-i Practitioner (Tilfinningagreindarþjálfi)

​EQ-i er prófílgreining sem greinir tilfinningagreind. Samkvæmt EQ-i er tilfinningagreind fimm svið sem hvert um sig skiptist í þrjá undirflokka:
Sjálfsskynjun skiptist í Sjálfsvirðingu, sjálfsbirtingu og tilfinningavitund.
Sjálfstjáning skiptist í tilfinningalega tjáningu, staðfestu og sjálfstæði.
Félagsfærni skiptist í samkennd, samskiptafærni og samfélagslega ábyrgð. Ákvörðunartaka skiptist í raunveruleikprófun, hvatvísistjórnun og lausnaleit.
Streitustjórnun skiptist í Sveigjanleika, streytuþol og jákvæðni. 

Skemmtilegu fréttirnar eru þær að við getum eflt tilfinningagreind okkar. Þessi prófílgreining er því magnað hjálpartæki til að styðjast við á slíkri vegferð. Tilfinningagreindin er samofin leiðtogafærninni og til að auka hana er einfaldasta leiðin sú að efla tilfinningagreindina.   

EQ-i prífílgreiningin byggir á yfir tveggja áratuga rannsóknum þar sem niðurstöður eru bæði áreiðanlegar og samkvæmar.   

Hjá Taktu  flugið er EQ-i notað til að greina tilfinningagreind starfsmanna, tilfinningagreind og leiðtogafærni stjórnenda og teyma. Einnig hefur EQ-i leiðtogafærnigreiningin verið notuð í ráðningarferli. 
EQ-i Practitioner

Picture

NBI-Practioner
​& ​Whole Brain Coach

NBI™ hugsnið (e. Neetling Brain Instrument) er greiningaraðferð til að greina hvernig einstaklingar hugsa. Huganum er skipt í átta víddir og greiningin felur í sér að kanna hvaða víddir eru ríkjandi við dagleg verkefni. Hvernig við nálgast viðfangsefni eins og að læra, kenna, taka ákvarðanir, eiga samskipti og fleira.  
​
Greiningin NBI™ byggir á rannsóknum Dr. Kobus Neetling sem hófust 1980 og hefur verið í sífelldri þróun síðan. Kobus Neetling er margverðlaunaður og alþjóðlega þekktur fyrirlesari á sviði sköpunar og er með sex háskólagráður á sviði greiningar og þróunar á skapandi hegðun. Hann er meðal 500 leiðtogaáhrifavalda hjá Amerícan Biograpical Institute og NBI hugsniðið hefur víða fengið afar góð meðmæli. Til dæmis valdi Forbes (maí 2018) það sem eitt af 11 greiningum sem allir leiðtogar og stjórnendur ættu að taka, sem hafa áhuga á að styrkja sig og efla.

NBI hugsniðið er notað víða um heim við eflingu einstaklinga, teymisþjálfun, samsetningu teyma, að bæta samskipti, inntökuferli í háskóla, við ráðningar og fleira.

Hjá Taktu flugið er greiningin notuð við persónulega eflingu viðskiptavina, að aðstoða við bætt samskipti og við teymisþjálfun.

NBI Practioner and Whole Brain Coach
Picture

MLQ II 360° Report™ ​with Authentic Leadership Styles

 Umbreytingarleiðtoginn er ein þekktasta gerð leiðtoga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að árangur fyrirtækja og einstakra deilda þar sem starfsmenn skora hæst á eiginleikum umbreytingarleiðtoga eru að jafnaði árangursríkari en fyrirtæki og deildir þar sem starfsmenn skora lægra á eiginleikum umbreytingarleiðtoga.  

​Hér er um að ræða hugmyndafræði og margra áratuga rannsóknir fræðimannanna Bruce J. Avolio, Bernard M. Bass og fleiri um leiðtogafærni. Hugmyndafræðin er notuð víða um heim við að virkja umbreytingarleiðtogann hjá stjórnendum og leiðtogum fyrirtækja. Unnið er með Líkan leiðtogastílanna með einlægum leiðtogastíl (e. Full Range Leadership Model with Authentic Leadership Styles)
 og 360° sjálfsmat og endurgjöf frá MindGarden.

Hjá Taktu flugið er unnið með hugmyndafræðina á námskeiðinu: Listin að virkja umbreytingarleiðtogann innra með þér. Einnig er unnt að nota hana í sérsniðnum verkefnum á borð við það að móta vinnustaðamenningu og við teymisþjálfun.
 
Taktu flugið hefur lagt mikla vinnu og metnað í að aðlaga vinnu með þessa áhrifaríku aðferðafræði að íslenskum aðstæðum og m.a. haldið rýninámskeið til að móta nálgunina. ​
Picture
Alþjóðleg vottun ACC frá ICF
​Hjördís öðlaðist ACC vottun frá ICF 2021, vottunin gildir í þrjú ár.
ACC vottun

Hjördís hefur lokið framhaldsnámi í markþjálfun hjá Profectus og hefur þar með uppfyllt hæfniviðmið PCC vottunar hjá ICF. Hún stefnir á að uppfylla önnur viðmið fyrir PCC vottun á árinu 2024.
Picture
Stefnt á ACTC á árinu 2024
Hjördís hefur lært teymisþjálfun bæði í framhaldsnámi hjá Profectus og einnig hjá David Clutterbuck sem er einn virtasti teymisþjálfari heims. 
​

Á árinu 2023 hóf ICF að votta teymisþjálfa ACTC eða Advanced Certification in Team Coaching. Til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru fyrir þá vottun þarf að sækja bæði nám og "Supervision" til erlendra aðila. 
Hjördís vinnur að því öðlast ACTC vottun frá ICF í teymisþjálfun á árinu 2024.

Picture
Aðild að ICF
​Hjördís Dröfn er félagi í International
Coaching Federation (ICF) sem eru stærstu aðþjóðlegu samtök markþjálfa í heimi.
Hún vinnur samkvæmt siðareglum ICF og
fylgir í hvívetna þeim faglegu viðmiðum
​sem sett eru fram af samtökunum.


Siðareglur ICF á Íslandi (á íslensku)

 ​

    Verum í sambandi

Senda fyrirspurn
Picture

Taktu flugið

[email protected]
Sími: +354 864 2332
​
  • Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Taktu flugið
  • Námskeið