Taktu flugið
Heildstæð markþjálfun fyrir fyrirtæki
Taktu flugið er ástríðubarn, afsprengi kraumandi krafts þess sem býr undir niðri. Meðgöngutíminn hófst þegar Hjördís hóf nám í markþjálfun (ACSTH) í Opna háskólanum í HR. Hún heillaðist af aðferðafræðinni og ákvað strax að halda áfram og verða sér út um alþjóðlegu vottunina ACC. Vottunin skilaði sér í hús í nóvember 2021.
Ásamt því að vinna að vottuninni nýtti Hjördís tímann vel til að kynna sér það sem verið er að gera í markþjálfun víða um heim. Stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun byggir á hugmyndafræði sem er ekki orðin fimmtug og er ört vaxandi atvinnugrein í heiminum. Aðeins góður árangur þeirra sem njóta markþjálfunar getur leitt af sér slíkan vöxt. Á Íslandi hófst kennsla í markþjálfun 2004 og framan af fór hún hægt af stað en nú er markþjálfun kennd á þremur stöðum hér á landi og eftirspurn eykst stöðugt eftir vottuðum og reynslumiklum stjórnendamarkþjálfum. Hjördís er með spennandi hugmyndir á teikniborðinu fyrir Taktu flugið og markmiðið er að byggja upp heildarframboð markþjálfunar fyrir fyrirtæki. Hún hlakkar til að útfæra hugmyndir sínar og bæta í flóruna. Fylgstu áfram með hér á Taktu flugið. Hjördís er rétt að byrja! |
Leiðtoga- og stjórnenda
markþjálfinn
Markþjálfi með ástríðu fyrir persónulegum vexti
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir elskar að sjá fólk upplifa það að ná árangri umfram væntingar um eigin getu og sjá teymi vinna þannig saman að töfrar verði til. Að mati hennar felst lykillinn að árangri í viljanum til breytinga og vel útfærðri aðgerðaráætlun. Hjördís er kjörinn ferðafélagi á þeirri vegferð sem hvetur, ögrar, hrósar og rýnir til gagns.
Hjördís er stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfi (e. Executive Coach) með alþjóðlega ACC vottun frá ICF og er vottuð sem NBI-practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugareynslu sem stjórnandi, ráðgjafi og greinandi. Breytinga- og krísustjórnun er hennar kjarnafærni og hún býr yfir margþættri reynslu á því sviði. Hjördís hefur mörg áhugamál og finnst gaman að prófa nýja hluti. Þess vegna hefur hún lært seglbátasiglingar á Kyrrahafinu, stundað hestamennsku af eldmóð, keppt í sundi og spilað Petanque með eftirlaunaþegum á norður Jótlandi. Næsta ævintýri hennar er að læra á gönguskíði og fara í göngur á nýjar slóðir með dalmatíutíkinni Pixie. Reglulega gerast líka undur í eldhúsinu hjá Hjördísi. Hún tekur skorpur og gerir sama réttinn mörgum sinnum þar til hann hefur verið masteraður. Þá flytur hún sig yfir í eitthvað nýtt. Þetta kemur sér oft vel þegar Hjördís vill hrista fram eitthvað þegar gesti ber að garði. Bestu tímarnir eru með fjölskyldu og vinum við matarborðið, á veröndinni eða bara einhversstaðar að gera eitthvað skemmtilegt. |
Fagleg vinnubrögð
Hjá Taktu flugið er lögð rík áhersla á fagleg vinnubrögð og nálgun á öllum vígstöðvum. Það er gert til að tryggja að viðskiptavinurinn fái fullvissu um að fagleg gæði og færni einkenni þá þjónustu sem hann fær hjá Taktu flugið. Eingöngu er notuð aðferðafræði sem byggir á rannsóknum og sýnt hefur verið á ótvíræðan árangur.
Hjá Taktu flugið er eingöngu unnið samkvæmt aðferðafræði þar sem niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á ótvíræðan árangur. Hjördís hefur aflað sér réttinda til að starfa sem NBI-Practioner & Whole Brain Coach. Einnig notar hún MLQ II 360° Leader's Report with Authentic Leadership StylesT™.
Hjördís hefur augastað á fleiri greiningartækjum sem hún telur að myndi geta komið viðskiptavinum sínum vel. Meira um það síðar!
Hjá Taktu flugið er eingöngu unnið samkvæmt aðferðafræði þar sem niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á ótvíræðan árangur. Hjördís hefur aflað sér réttinda til að starfa sem NBI-Practioner & Whole Brain Coach. Einnig notar hún MLQ II 360° Leader's Report with Authentic Leadership StylesT™.
Hjördís hefur augastað á fleiri greiningartækjum sem hún telur að myndi geta komið viðskiptavinum sínum vel. Meira um það síðar!
Aðild að ICFHjördís Dröfn er félagi í International
Coaching Federation (ICF) sem eru stærstu aðþjóðlegu samtök markþjálfa í heimi. Hún vinnur samkvæmt siðareglum ICF og fylgir í hvívetna þeim faglegu viðmiðum sem sett eru fram af samtökunum. Hjördís situr í stjórn ICF á Íslandi. Hjördís öðlaðist ACC vottun frá ICF 2021, vottunin gildir í þrjú ár. ACC vottun Siðareglur ICF á Íslandi (á íslensku) |
NBI-Practioner &
|
MLQ II 360° Report™ with Authentic Leadership Styles Umbreytingarleiðtoginn er ein þekktasta gerð leiðtoga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að árangur fyrirtækja og einstakra deilda þar sem starfsmenn skora hæst á eiginleikum umbreytingarleiðtoga eru að jafnaði árangursríkari en fyrirtæki og deildir þar sem starfsmenn skora lægra á eiginleikum umbreytingarleiðtoga.
Hér er um að ræða hugmyndafræði og margra áratuga rannsóknir fræðimannanna Bruce J. Avolio, Bernard M. Bass og fleiri um leiðtogafærni. Hugmyndafræðin er notuð víða um heim við að virkja umbreytingarleiðtogann hjá stjórnendum og leiðtogum fyrirtækja. Unnið er með Líkan leiðtogastílanna með einlægum leiðtogastíl (e. Full Range Leadership Model with Authentic Leadership Styles) og 360° sjálfsmat og endurgjöf frá MindGarden. Hjá Taktu flugið er unnið með hugmyndafræðina á námskeiðinu: Listin að virkja umbreytingarleiðtogann innra með þér. Einnig er unnt að nota hana í sérsniðnum verkefnum á borð við það að móta vinnustaðamenningu og við teymisþjálfun. Taktu flugið hefur lagt mikla vinnu og metnað í að aðlaga vinnu með þessa áhrifaríku aðferðafræði að íslenskum aðstæðum og m.a. haldið rýninámskeið til að móta nálgunina. |