Hvaða stjórnandi vill ekki sjá teymið sitt blómstra
og afkasta af eldmóð?
Ef teymið er hins vegar ekki þar, eitthvað er að, eða það á bara að gera gott betra - þá gæti teymisþjálfun verið einfaldasta og ódýrasta lausnin!
Tilgangur teymisþjálfunar er að valdefla teymi og meðlimi þess þannig að þau vilji og geti nýtt sér þá þekkingu, reynslu, hugmyndir og hugrekki sem þau sjálf búa yfir. Með markvissri nálgun fá teymi aðstoð sem stuðlar að samheldni um að bera sameiginlega ábyrgð á framvindu verkefna, bættum árangri og aukinni vellíðan.
Tilgangur teymisþjálfunar er að valdefla teymi og meðlimi þess þannig að þau vilji og geti nýtt sér þá þekkingu, reynslu, hugmyndir og hugrekki sem þau sjálf búa yfir. Með markvissri nálgun fá teymi aðstoð sem stuðlar að samheldni um að bera sameiginlega ábyrgð á framvindu verkefna, bættum árangri og aukinni vellíðan.
Þjónusta við teymi getur verið með ýmsu móti. Myndin hér til hliðar lýsir því vel hvaða þjónustu er unnt að fá fyrir teymi hjá Taktu flugið.
|
Í öllum þessum verkefnum er leitast við að nýta aðferðafræði einstaklings- og teymisþjálfunar þar sem því verður við komið. Ástæða þess er einfaldlega sú að krafturinn sem er til staðar hjá fólki er alltaf sá öflugasti og sjálfbærasti. Því meira eignarhald sem fólk sjálft hefur á því sem það gerir og er að fara að gera, því meiri líkur eru á væntum árangri.
Fyrir hverja?
Hvort sem verkefni snúa að því að leysa vandamál, sækja tækifæri, auka þekkingu, skipuleggja verkefni eða byggja upp betri starfsanda, þá er teymisþjálfun gríðarlega áhrifarík leið til þess að ná árangri. Það er um að gera að skoða málið nánar ef að þú og teymið þitt vill eitthvað af eftirfarandi:
|
Nálgunin!
Við nálgumst verkefnið með markvissum hætti þar sem markmiðið er alltaf að ávinningur verði sem mestur. Hér er farið stuttlega yfir skrefin sem tekin eru.
1. Fundur með ábyrgðaraðila teymisins þar sem farið er yfir þann ávinning sem leitað er að. Þessi fundur kostar verkkaupa ekkert. Eðli þjónustunnar sem hentar best hverju sinni getur verið mjög mismunandi. Allt frá 1-2 klukkustundum í umbótafund eða vinnustofu upp í teymisþjálfun sem ýmist varir til skamms eða lengri tíma. Í kjölfarið er gert tilboð þar sem nálgun á þjálfuninni er listuð og verðlögð.
2. Við sníðum þjálfunina síðan beint að þörfum teymisins og þeim þáttum sem mikilvægastir eru til að skila mestum árangri. Teymisþjálfun er oftast að lágmarki í fjögur skipti en teymi geta einnig verið í reglulegri þjálfun. Þannig náum við að stuðla að hámarksárangri hjá hverju teymi fyrir sig.
1. Fundur með ábyrgðaraðila teymisins þar sem farið er yfir þann ávinning sem leitað er að. Þessi fundur kostar verkkaupa ekkert. Eðli þjónustunnar sem hentar best hverju sinni getur verið mjög mismunandi. Allt frá 1-2 klukkustundum í umbótafund eða vinnustofu upp í teymisþjálfun sem ýmist varir til skamms eða lengri tíma. Í kjölfarið er gert tilboð þar sem nálgun á þjálfuninni er listuð og verðlögð.
2. Við sníðum þjálfunina síðan beint að þörfum teymisins og þeim þáttum sem mikilvægastir eru til að skila mestum árangri. Teymisþjálfun er oftast að lágmarki í fjögur skipti en teymi geta einnig verið í reglulegri þjálfun. Þannig náum við að stuðla að hámarksárangri hjá hverju teymi fyrir sig.
Umbótafundir
Hnitmiðuð handleiðsla t.d. í gegnum verkferli eða nálgun á verkefni sem verið er að breyta. Gæti einnig átt við lærdómsfund eftir að verki er lokið þar sem árangur og mistök eru rædd til að læra af og móta fyrir næsta skipti þegar sama verk verður endurtekið. Getur tekið 1-4 klst. eftir því hversu viðamikið verkefnið er. |
Vinnustofur
Unnið markvisst með mótun verkefnis, val milli mismunandi leiða eða innleiðingu á nýju verklagi. Getur tekið frá 2 klukkustundum til heill dagur. Getur jafnvel verið lengra ef verkefnið er viðamikið. Oft getur verið gagnlegt að skipta verkefninu upp í styttri en fleiri vinnustofur. |
Starfsdagar
Aðallega unnið með að efla liðsheildina, virkja einstaklingana og það sem gagnast teyminu mest á hverjum tíma. Sem dæmi er unnið með gildi, þarfir teymisins, sameiginlega sýn teymisins, sálrænt öryggi, samskipti, skuldbindingu og framlag einstaklinganna til teymisins. Algeng nálgun er sambland fræðslu og innleiðing nýrrar þekkingar. Þannig er unnt að innleiða meiri árangur en næst þegar eingöngu er fenginn fyrirlestur eða almenn fræðsla. Getur verið allt frá 2-8 klst. |
Teymisþjálfun
Hefst á þarfagreiningu og raunstöðumati Unnið er með að: Aukna sjálfsþekkingu, auka þekkingu á öðru teymisfólki og samskiptum og samvinnu. Styrkja samskipti við aðrar deildir innan fyrirtekisins, byrgja eða viðskiptavini. Auka sálrænt öryggi á vinnustað, bæði uppbygging og viðhald. Áhersla hverju sinni er á það sem þarf helst að gera til að stuðla að frammúrskarandi teymi. Er allt frá 4 skiptum upp í reglulega fundi, 2-10 sinnum á ári. |
Hjördís starfar ein við teymisþjálfun bæði fyrir Taktu flugið og Profectus ehf. Hún er vel tengd og getur fengið fleiri með sér ef verkefnið er umfangsmikið. Hún býr yfir víðtækri reynslu af breytingastjórnun og samstarfi við stjórnendur og starfsfólk auk þess að hafa sjálf leitt farsæl teymi. Nálgun hennar við teymisþjálfun byggir á sannreyndum og markvissum aðferðum sem ætlað er að tryggja árangur gagnvart þeim áskorunum sem staðið er frammi fyrir.
Markmiðið er alltaf að ná þeim hámarksárangri með teyminu sem það stefnir sjálft á - og helst aðeins meira en það!
Markmiðið er alltaf að ná þeim hámarksárangri með teyminu sem það stefnir sjálft á - og helst aðeins meira en það!
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira Sendu tölvupóst með því að smella á linkinn hér eða hringdu ef mikið liggur við. Ef ég svara ekki þá mun ég hafa samband við fyrsta tækifæri.
|