• Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Námskeið
  • Ráðgjöf
  • Taktu flugið
TAKTU FLUGIÐ
  • Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Námskeið
  • Ráðgjöf
  • Taktu flugið

Námskeið


​

Að efla leiðtoga
​og teymi

Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar fræðsla og þjálfun er valin fyrir starfsfólk. Stóra áskorunin er að samræma fræðslu og vöxt starfsfólks við stefnu fyrirtækisins og þess hvaða styrkleika starfsfólk þarf að búa yfir til að framfylgja stefnu fyrirtækisins. 

Einstaklingurinn efldur:
Skipta má fræðslu einstaklingsins í þrjá flokka. Sá fyrsti er fagið sem fólk hefur lært, hvort sem það er hárgreiðsla eða hagfræði. Þar er alltaf möguleiki á að bæta við sig. Annar flokkurinn er að læra á þau tól og tæki sem notuð eru í starfinu. Hvort heldur sem það er bókunarkerfið á hárgrieðslustofunni eða einhver forrit sem hagfræðingurinn notar. Nýjasta í þessum flokki er notkun gervigreindar sér til aðstoðar. Þriðji flokkurinn er síðan persónuleg færni. Þar er átt við félagsfærni, streitustjórnun, sjálfsþekkingu í víðum skilningi og færni til ákvörðunartöku. Þetta kallast tilfinningagreind. Hjá Taktu flugið miðar allt þjónustuframboð að því að efla tilfinningagreind með einum eða öðrum hætti.

Teymið eflt:
Krafan verður sífellt háværari um að teymi skili meira af sér en summu af getu og færni einstaklinganna sem það skipa. Þetta er ekki eitthvað sem gerist af sjálfu sér. Þau teymi sem ætla að ná þessu þurfa að vinna sameiginlega að þessu með markvissum hætti. Afar mikilvægt er að hafa í huga að það er ekki nóg að hafa fullt af færum einstaklingum ef þau ná ekki í sameiningu að skapa þessa eftirsóttu teymismögnun.
​Lykillinn að teymismögnun felst í vinnustaðamenningunni. Að teymið læri saman - búi til sína lærdómsmenningu - og skapi þannig sjálft mögnunina.  


Picture
Lærdómskeila Edgars Dale segir okkur til um hversu mikið við lærum eftir því hvert lærdómsformið er. Þannig lærum við aðeins 10% af því sem við lesum, 50% af því sem við sjáum og heyrum og 90% af því sem við gerum. 
Segja má að bláu renningar keilunnar séu vanvirkar og þessar grænu virkar í þeirri merkingu að þeir bláu tákna leiðir þar sem við erum þyggjendur á meðan að þeir grænu standa fyrir að við séum virk og að framkvæma. En við lærum einmitt mun meira með virkum aðferðum og þannig tileinkum við okkur lærdóminn.
Lærdómi umbreytt í árangur: 
Öll námskeið hjá Taktu flugið taka mið af því að umbreyta lærdómi í árangur. Eftirfylgnitímar með samblandi af fræðslu og þjálfun þar sem aðferðafræði markþjálfunar er notuð í sambland við áframhaldandi fræðslu skiptir sköpum.
​Þannig takast nemendur á við áskoranir raunheima og fá þann stuðning, áskorun og hvatningu sem hver fyrir sig þarf til að komast yfir þær hindranir sem á vegi verða.  

Námskeið

Námskeið hjá Taktu flugið eru bæði í boði sem opin námskeið fyrir einstaklinga og einnig geta fyrirtæki fengið námskeiðin fyrir stjórnendahópa, teymi eða deildir. Allt eftir því hvað hentar best. Þegar fyrirtæki fá námskeiðin fyrir starfsfólk sitt þá skapast möguleiki á að aðlaga námskeiðin með enn markvissari hætti að raunaðstæðum og áskorunum nemenda. 
Það skemmtilega er að aðlögunin á sér oftast stað í gegnum þjálfunarhluta námskeiðsins og því er sjaldnast að leggjast mikill kostnaður við, á sama tíma og námskeiðið verður mun markvissara fyrir þátttakendur.
Nr. 1

Stefnumótun í starfi

Ert þú á þeirri vegferð sem þú vilt vera á?
Skoða

Nr. 2

Leiðtogafærni
& samskipti

Lærðu að skilja þig betur, hvernig aðrir sjá þig og hvernig þú getur séð annað fólk með mismunandi hætti. Hvernig getur þú nýtt þessa nýju þekkingu í samskiptum við annað fólk?
Skoða

Nr. 3

Jarðvegur skilvirkni
​& sköpunar

Að meta og stuðla að öryggu sálfélagslegu andrúmslofti
​sem skapar rými fyrir einstaklinga og teymi
​til ​að vera besta útgáfan af sjálfum sér!  
Skoða

Nr. 4

Styrking vinnustaðamenningar

Mótun og styrking vinnustaðamenningar er viðvarandi ferli.  
Skoða

Nr. 5

Fundarstjórn & fundamenning

Vilt þú stýra fundum sem eru skilvirkir og uppbyggilegir?
Skoða

Nr. 6

Leiðtogafærni í krafti tilfinningagreindar

Efldu leiðtogafærni þína með því að læra um eigin tilfinningagreind og hvernig þú getur eflt hana og nýtt til góða   
Skoða

Nr. 7

Að tileinka sér þjálfandi & eflandi samskipti 

Viltu læra um og tileinka þér aðferðafræði markþjálfunar
​í samskiptum við viðskiptavini? 
Skoða

Átt þú rétt á styrk?

Flest stéttarfélög hafa menntastyrk þar sem félagsmenn geta sótt um
námsstyrki ​til faglegrar menntunar eins og þetta námskeið er.
Styrkir eru oftast veittir að stórum hluta eða öllu leiti. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi! Einnig geta flestir vinnuveitendur sótt í sambærilega sjóði.
Ekki er úr vegi að kanna slíkt hjá þínum vinnustað.

Picture

Taktu flugið

[email protected]
Sími: +354 864 2332
​
  • Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Námskeið
  • Ráðgjöf
  • Taktu flugið