Að efla leiðtoga
|
Lærdómskeila Edgars Dale segir okkur til um hversu mikið við lærum eftir því hvert lærdómsformið er. Þannig lærum við aðeins 10% af því sem við lesum, 50% af því sem við sjáum og heyrum og 90% af því sem við gerum.
Segja má að bláu renningar keilunnar séu vanvirkar og þessar grænu virkar í þeirri merkingu að þeir bláu tákna leiðir þar sem við erum þyggjendur á meðan að þeir grænu standa fyrir að við séum virk og að framkvæma. En við lærum einmitt mun meira með virkum aðferðum og þannig tileinkum við okkur lærdóminn. Lærdómi umbreytt í árangur:
Öll námskeið hjá Taktu flugið taka mið af því að umbreyta lærdómi í árangur. Eftirfylgnitímar með samblandi af fræðslu og þjálfun þar sem aðferðafræði markþjálfunar er notuð í sambland við áframhaldandi fræðslu skiptir sköpum. Þannig takast nemendur á við áskoranir raunheima og fá þann stuðning, áskorun og hvatningu sem hver fyrir sig þarf til að komast yfir þær hindranir sem á vegi verða. |
Námskeið
Námskeið hjá Taktu flugið eru bæði í boði sem opin námskeið fyrir einstaklinga og einnig geta fyrirtæki fengið námskeiðin fyrir stjórnendahópa, teymi eða deildir. Allt eftir því hvað hentar best. Þegar fyrirtæki fá námskeiðin fyrir starfsfólk sitt þá skapast möguleiki á að aðlaga námskeiðin með enn markvissari hætti að raunaðstæðum og áskorunum nemenda.
Það skemmtilega er að aðlögunin á sér oftast stað í gegnum þjálfunarhluta námskeiðsins og því er sjaldnast að leggjast mikill kostnaður við, á sama tíma og námskeiðið verður mun markvissara fyrir þátttakendur.
Það skemmtilega er að aðlögunin á sér oftast stað í gegnum þjálfunarhluta námskeiðsins og því er sjaldnast að leggjast mikill kostnaður við, á sama tíma og námskeiðið verður mun markvissara fyrir þátttakendur.
|
Nr. 2
Leiðtogafærni
|
Nr. 6
Leiðtogafærni í krafti tilfinningagreindarEfldu leiðtogafærni þína með því að læra um eigin tilfinningagreind og hvernig þú getur eflt hana og nýtt til góða
Nr. 7
Að tileinka sér þjálfandi & eflandi samskiptiViltu læra um og tileinka þér aðferðafræði markþjálfunar
í samskiptum við viðskiptavini? |