Hvaða stjórnandi vill ekki sjá teymið sitt blómstra
og afkasta af eldmóð?
Ef teymið er hins vegar ekki þar, eitthvað er að, eða það bara gæti verið að gera aðeins betur - þá gæti teymisþjálfun verið einfaldasta og ódýrasta lausnin!
Tilgangur teymisþjálfunar er að valdefla teymi á þann hátt að meðlimir þess vilji og geti nýtt sér þá þekkingu, reynslu og hugmyndir sem þeir sjálfir hafa fram að færa. Með verkfærum teymisþjálfunar eru þeir valdefldir á þann hátt að þeir sameinist um að bera saman ábyrgð á framvindu verkefna, bættum árangri og aukinni vellíðan.
Tilgangur teymisþjálfunar er að valdefla teymi á þann hátt að meðlimir þess vilji og geti nýtt sér þá þekkingu, reynslu og hugmyndir sem þeir sjálfir hafa fram að færa. Með verkfærum teymisþjálfunar eru þeir valdefldir á þann hátt að þeir sameinist um að bera saman ábyrgð á framvindu verkefna, bættum árangri og aukinni vellíðan.
Fyrir hverja?
Hvort sem verkefni snúa að því að leysa vandamál, sækja tækifæri, auka þekkingu, skipuleggja verkefni eða byggja upp betri starfsanda, þá er teymisþjálfun gríðarlega áhrifarík leið til þess að ná árangri. Það er um að gera að skoða málið nánar ef að þú og teymið þitt vill eitthvað af eftirfarandi:
- Bæta samskipti og samvinnu á vinnustað
- Auka traust og virðingu meðal hópsins og út á við
- Verða lausnamiðaðri í starfi og auðvelda ákvörðunartöku
- Vinna saman sem heild og bæta frammistöðu og árangur teymisins
- Efla hvata í starfi og liðsanda teymisins
- Leiða fram leiðtogafærni einstaklinganna og ýta undir stefnumótandi hugarfar
- Skapa sálrænt öryggi fyrir heilbrigð skoðanaskipti og auðvelda úrlausn ágreinings
- Skapa frjóan jarðveg fyrir nýjar hugmyndir og nýsköpun
Nálgunin!
Hjördís starfar með Profectus við Teymisþjálfun. Sameiginlega búa þau yfir margra ára reynslu af samstarfi við stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja og að hafa sjálf leitt farsæl teymi. Teymisþjálfun byggir á sannreyndum og markvissum aðferðum sem ætlað er að tryggja árangur gagnvart þeim áskorunum sem staðið er frammi fyrir.
Við nálgumst verkefnið með markvissum hætti og gerum í upphafi þarfagreiningu og eða raunstöðumat. Við sníðum þjálfunina síðan beint að þörfum teymisins og þeim þáttum sem mikilvægastir eru til að skila mestum árangri. Þannig náum við að stuðla að hámarksárangri hverju sinni.
Við nálgumst verkefnið með markvissum hætti og gerum í upphafi þarfagreiningu og eða raunstöðumat. Við sníðum þjálfunina síðan beint að þörfum teymisins og þeim þáttum sem mikilvægastir eru til að skila mestum árangri. Þannig náum við að stuðla að hámarksárangri hverju sinni.
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira Sendu tölvupóst með því að smella á linkinn hér eða hringdu ef mikið liggur við. Ef ég svara ekki þá mun ég hafa samband við fyrsta tækifæri.
|