• Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Taktu flugið
  • Námskeið
TAKTU FLUGIÐ
  • Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Taktu flugið
  • Námskeið

Námskeið


​

Að efla leiðtoga og teymi

Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar fræðsla og þjálfun er valin fyrir starfsfólk. Stóra áskorunin er að samræma fræðslu og vöxt starfsfólks við stefnu fyrirtækisins og þess hvaða styrkleika starfsfólk þarf að búa yfir til að framfylgja stefnu fyrirtækisins. 

Einstaklingurinn efldur:
Skipta má fræðslu einstaklingsins í þrjá flokka. Sá fyrsti er fagið sem fólk hefur lært, hvort sem það er hárgreiðsla eða hagfræði. Þar er alltaf möguleiki á að bæta við sig. Annar flokkurinn er að læra á þau tól og tæki sem notuð eru í starfinu. Hvort heldur sem það er bókunarkerfið á hárgrieðslustofunni eða einhver forrit sem hagfræðingurinn notar. Nýjasta í þessum flokki er notkun gervigreindar sér til aðstoðar. Þriðji flokkurinn er síðan persónuleg færni. Þar er átt við félagsfærni, streitustjórnun, sjálfsþekkingu í víðum skilningi og færni til ákvörðunartöku. Þetta kallast tilfinningagreind. Hjá Taktu flugið miðar allt þjónustuframboð að því að efla tilfinningagreind með einum eða öðrum hætti.

Teymið eflt:
Krafan verður sífellt háværari um að teymi skili meira af sér en summu af getu og færni einstaklinganna sem það skipa. Þetta er ekki eitthvað sem gerist af sjálfu sér. Þau teymi sem ætla að ná þessu þurfa að vinna sameiginlega að þessu með markvissum hætti. Hér er líka mikilvægt að árétta að það er ekki nóg að hafa fullt af færum einstaklingum ef þau ná ekki að skapa sameiginlega þessa eftirsóttu teymismögnun. Lykillinn að teymismögnun felst í vinnustaðamenningunni. Að teymið læri saman - búi til sína lærdómsmenningu - og skapi þannig sjálft mögnunina.  


Picture
Lærdómskeila Edgars Dale segir okkur til um hversu mikið við lærum eftir því hvert lærdómsformið er. Þannig lærum við aðeins 10% af því sem við lesum, 50% af því sem við sjáum og heyrum og 90% af því sem við gerum. 
Segja má að bláu renningar keilunnar séu vanvirkar og þessar grænu virkar í þeirri merkingu að þeir bláu tákna leiðir þar sem við erum þyggjendur á meðan að þeir grænu standa fyrir að við séum virk og að framkvæma. En við lærum einmitt mun meira með virkum aðferðum og þannig tileinkum við okkur lærdóminn.
Lærdómi umbreytt í árangur: 
Öll námskeið hjá Taktu flugið taka mið af því að umbreyta lærdómi í árangur. Eftirfylgnitímar með samblandi af fræðslu og þjálfun þar sem aðferðafræði markþjálfunar er notuð í sambland við áframhaldandi fræðslu skiptir sköpum. Þannig takast nemendur á við áskoranir raunheima og fá þann stuðning, áskorun og hvatningu sem hver fyrir sig þarf til að komast yfir þær hindranir sem á vegi verða.  

Námskeið

Námskeið hjá Taktu flugið eri bæði í boði sem opin námskeið fyrir einstaklinga og einnig geta fyrirtæki fengið námskeiðin fyrir stjórnendahópa, teymi eða deildir. Allt eftir því hvað hentar best. Þegar fyrirtæki fá námskeiðin fyrir starfsfólk sitt þá skapast möguleiki á að aðlaga námskeiðin með enn markvissari hætti að raunaðstæðum og áskorunum nemenda. 
Það skemmtilega er að aðlögunin á sér oftast stað í gegnum þjálfunarhluta námskeiðsins og því er sjaldnast að leggjast mikill kostnaður við á sama tíma og námskeiðið verður enn markvissara en ella.

Leiðtogafærni í krafti tilfinningagreindar


Spyrjast fyrir / Skrá mig
Bæklingur
​​​Hér er einstakt tækifæri fyrir þau sem búa yfir hugrekki til að horfa inn á við og eru tilbúin í faglega og krefjandi þjálfun þar sem unnið er með markvissum hætti að persónulegum vexti í leiðtogahlutverkinu!

Aðgerðamiðað fræðslu- og færninámskeið þar sem
þátttakendur vinna markvisst að því að styrkja eigin
leiðtogafærni með því að efla tilfinningagreind sína.
Námskeiðið er samansett af fræðslu um leiðtogafærni & tilfinningagreind og mikilvægi tilfinningagreindar í hlutverki leiðtogans. Þátttakendur fá greiningu á sinni tilfinningagreind og samhengi hennar við eiginleika umbreytingarleiðtogans. Nemendur vinna síðan með nýja þekkingu á eigin leiðtogafærni og tengja við núverandi áskoranir í starfi. Hér er um að ræða persónulega þjálfun, stuðning og hvatningu við að tileinka sér þá eiginleika umbreytingarleiðtogans sem styrkja mest og valdefla hvern þátttakanda í hans raunaðstæðum. 

Þetta námskeið er tilvalið
sem partur af arftakaáætlun 
​hjá fyrirtækjum!

Unnið er með EQ-i 2.0 greiningartækið á tilfinningagreind. Upphaflega var það niðurstaða rannsóknar á því hvaða persónueinkenni hefðu mestan skýringarmátt á velgengni á vettvangi. Síðar hefur það einnig verið þróað mei tilliti til stjórnenda og leiðtoga.
Picture

Áhrifaríkt námskeið sem:

  • Valdeflir stjórnendur í hlutverki sínu. 
  • Kynnir tilfinningagreind, mátt hennar og mikilvægi í stjórnendahlutverkinu. 
  • Kynnir umbreytingarleiðtogann og eiginleika hans. 
  • Gefur þátttakendum persónulega greiningu á tilfinningagreind þeirra þar sem niðurstöður koma í viðamikilli 26 síðna skýrslu. 
  • Skýrir hvernig undirsvið tilfinningagreindar tengjast eiginleikum umbreytingarleiðtogans og þar með  leiðtogafærni þátttakenda.
  • Nemendur fá faglega aðstoð við að efla eigin tilfinningagreind og leiðtogafærni og tengja við  áskoranir og raunaðstæður í starfi. 
  • Veitir eftirfylgni við að tileinka sér breytingar í formi fræðslu og þjálfunar byggt á þörfum hvers og eins.

Fyrir hverja er námskeiðið?

​Því betra samband milli stjórnenda og starfsfólks, því skilvirkara er allt vinnuumhverfið. Rannsóknir sýna fram á að tilfinningagreind stjórnenda eykur helgun starfsmanna.
Þetta námskeið er frábært næsta skref til að efla leiðtogafærni fyrir:
  • Alla stjórnendur með mannaforráð – hvort heldur sem þau tilheyra framkvæmdastjórn eða eru millistjórnendur. 
  • Stjórnarfólk – hreinskipt og heilbrigð skoðanaskipti eru afar mikilvægur partur stjórnarstarfa og þær þurfa einnig að átta sig á og skilja vinnustaðamenningu og hvernig unnið er með hana. 
  • Verkefnastjóra – sérstaklega fyrir þau sem hafa forræði yfir verkefnum en ekki fólkinu sem sinnir verkefnunum. 
  • Einstaklinga sem stefna á að vaxa í starfi og verða stjórnendur framtíðarinnar.  

Fyrirtæki geta keypt námskeið fyrir stjórnendur sína eða deildir. 
Það getur bæði verið fjárhagslega hagkvæmara og
​unnt er að aðlaga námskeiðið að áskorunum og aðstæðum fyrirtækisins.

Námskeiðið er þríþætt:

1.  Persónugreining
Svara þarf rafrænni greiningu um tilfinningagreind. Alls 133 spurningar. Þátttakendur fá sína skýrslu senda fyrir námskeiðið og þurfa að kynna sér vel. Skýrslan gefur upplýsingar um tilfinningagreind og leiðtogafærni viðkomandi.
Sjá dæmi um yfirlitssíðu hér til hægri.

2.  Staðarnám
Fræðsla um tilfinningagreind og eiginleika umbreytingarleiðtogans. Fræðsla og þjálfun þar sem nemendur vinna með sína greiningu og þá eiginleika sem þau vilja efla.
Lengd 8,5 klst.

3. Eftirfylgni
Sambland af áframhaldandi fræðslu og þjálfun þar sem þátttakendur vinna  með þá leiðtogafærni sem þau vilja efla og tileinka sér.
Þessi hluti fer fram á Teams en ef þátttakendur vilja er möguleiki á að hittast í persónu. Þetta eru hóptímar.
Lengd 3 x 1,5 klst. 

Óski þátttakendur eftir einkatímum þá eru slíkir tímar á afslætti. 
Picture

Næstu námskeið:

Verð:

2024
Námskeiðsdagur:
Föstudagur, 15. nóvember.
Klukkan 8:30-17:00
Eftirfylgni:
Þriðjudagur, 3. desember. Klukkan 13:00-14:30, Staðsetning: Teams
Þriðjudagur, 7. janúar. Klukkan 13:00-14:30, Staðsetning: Teams
Þriðjudagur, 4. febrúar. Klukkan 13:00-14:30, Staðsetning: Teams

2025
​Námskeiðsdagur:
Föstudagur, 10. janúar.
Klukkan 8:30-17:00
Eftirfylgni:
Þriðjudagur, 28. janúar.  Klukkan 13:00-14:30, Staðsetning: Teams
Þriðjudagur, 18. febrúar. Klukkan 13:00-14:30, Staðsetning: Teams
Þriðjudagur, 11. mars. Klukkan 13:00-14:30, Staðsetning: Teams


Fullt verð er kr. 168.000,-
Greiða þarf námskeiðsgjald að fullu eða ganga frá greiðslufyrirkomulagi tveimur virkum dögum fyrir kennsludag námskeiðsins!
Sé greiðslu dreift þarf alltaf að greiða kr. 45.000,-
í staðfestingargjald sem er ekki endurkræft.

Þátttakendur sem skrá sig og ganga frá greiðslu tímanlega fá afslátt.
Afsláttarverð er kr. 151.650,-
Námskeið sem hefst:

15. nóv. 2024:
Ganga þarf frá greiðslu fyrir þriðjudaginn 31. október.

10. jan. 2025:
Ganga þarf frá greiðslu fyrir þriðjudaginn 17. desember. 

Átt þú rétt á styrk?
Flest stéttarfélög hafa menntastyrk sem félagsmenn geta sótt um námsstyrki í til faglegrar menntunar eins og þetta námskeið er. Styrkir eru oftast veittir að stórum hluta eða öllu leiti. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi! Einnig geta flestir vinnuveitendur sótt í sambærilega sjóði.
Ekki er úr vegi að kanna slíkt hjá þínum vinnustað.

Picture

Taktu flugið

[email protected]
Sími: +354 864 2332
​
  • Heim
  • Teymi
  • Leiðtogar
  • Taktu flugið
  • Námskeið