Hjördís Dröfn VilhjálmsdóttirLeiðtoga- og stjórnendamarkþjálfiHjördís er stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfi (e. Executive Coach) með alþjóðlega ACC vottun frá ICF og er vottuð sem NBI-practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugareynslu sem stjórnandi, ráðgjafi og greinandi. Breytinga- og krísustjórnun er hennar kjarnafærni og hún býr yfir margþættri reynslu á því sviði. Meira...
|
Taktu flugiðTaktu flugið er ástríðubarn, afsprengi kraumandi krafts þess sem býr undir niðri. Meðgöngutíminn hófst þegar Hjördís hóf nám í markþjálfun (ACSTH) í Opna háskólanum í HR. Hún heillaðist af aðferðafræðinni og ákvað strax að halda áfram og verða sér út um alþjóðlegu vottunina ACC. Hjördís er með spennandi hugmyndir á teikniborðinu fyrir Taktu flugið og markmiðið er að byggja upp heildarframboð markþjálfunar fyrir fyrirtæki. Hún hlakkar til að útfæra hugmyndir sínar og bæta í flóruna. Fylgstu áfram með hér á Taktu flugið.
Hjördís er rétt að byrja! |
Vörur og þjónusta
Mikill metnaður er lagður í faglega nálgun og
áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefnin eins og þau henta viðskiptavininum best
áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefnin eins og þau henta viðskiptavininum best
Leiðtoga- & stjórnendaþjálfunMarkþjálfun er fyrir fólk sem vill sjá aukinn árangur, ná meiri skilvirkni eða fá skýrari sýn á hlutina. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og lögð er áhersla á vöxt einstaklingsins á ákveðnu sviði eða við að ná fyllri tökum á verkefni eða aðstæðum. Unnið er með vitundarsköpun og áhersla er lögð á að virkja þá styrkleika sem viðskiptavinurinn býr yfir og að vinna með veikleikana.
Leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfun hjá Taktu flugið er fyrir alla á vinnumarkaði. Hún getur hentað fyrir stjórnarmenn og -konur, forstjóra, millistjórnendur verkefnastjóra, stjórnmálafólk, einstaklinga með rekstur eða almenna starfsmenn. Hún hentar hvort heldur sem er fyrir einstaklinga sem starfa hjá hinu opinbera eða á almennum vinnumarkaði. TeymisþjálfunAð láta töfra verða til
Einn mikilvægasti þáttur í velgengni þar sem fleiri en einn vinna að sama markmiðinu er þegar hópurinn vinnur þétt saman. Allir ganga í takti að sama markmiði og einstaklingarnir styðja við hvern annan til að nýta styrkleika hvers um sig til fulls. Hjá Taktu flugið er unnt að fá sérsniðna faglega aðstoð við að styrkja teymi þannig að töfrar verði til. |
Námskeið
Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er JÁ, þá gæti námskeið hjá Taktu flugið verið næsti leiðangur þinn. Hjá Taktu flugið er unnt að fá sérsniðin námskeið fyrir vinnustaði. Einnig er boðið upp á þessi opnu námskeið:
BreytingastjórnunHjá Taktu flugið er unnt að fá sérsniðna aðstoð við uppstokkun og sameiningar deilda og fyrirtækja eða við aðrar breytingar. Slík aðstoð getur verið í formi ráðgjafar við breytinguna, útfærslu og framkvæmd breytingarinnar, markþjálfunar, sáttamiðlunar og annarra atriða sem upp koma.
|